Hvatningarverðlaun Eyjafjarðarsveitar

Fréttir
Páll Snorrason og Helga Hallgrímsdóttir
Páll Snorrason og Helga Hallgrímsdóttir

Þau Páll Snorrason, Hörður Snorrason og Helga Hallgrímsdóttir í Hvammi hafa hlotið fyrstu Hvatningarverðlaun Eyjafjarðarsveitar fyrir óeigingjarnt framlag þeirra við að prýða umhverfi hjóla- og göngustígsins með skiltum og skúlptúrum. 

Að eigin frumkvæði hafa þau lagt sig fram við að upplýsa og fræða gesti stígsins með því að láta hanna og koma fyrir einstaklega smekklegum og skemmtilegum áningastöðum sem prýddir eru með fjölbreyttum skiltum. Að sögn þeirra er verkinu enn ekki lokið og er unnið að fleiri skemmtilegum skiltum sem gestir geta notið í framtíðinni. 

Til votts um virðingu og þakklæti sveitarstjórnar fyrir framtakið fékk sveitarstjórn Ísleif Ingimarsson til að útbúa listaverk og færa þeim það að gjöf.

Íbúar og aðrir ferðalagnar á svæðinu eru hvattir til að gefa skiltunum sérstakan gaum á ferð sinni um hjóla- og göngustíginn milli Hrafnagilshverfis og Akureyriar og auka þannig ennfrekar á upplifun sína á svæðinu. Skiltin má finna víða meðfram stígnum ásamt þeim áningarstöðum sem þau Páll, Hörður og Helga hafa hannað og komið fyrir.