Íbúakönnun vegna mótunnar á nýrri skóla- eða menntastefnu

Fréttir

Íbúafundur var haldinn 9. apríl í Laugarborg um endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar. Ef þú misstir af fundinum eða vilt bæta einhverju við þá er tækifærið hér að taka þátt í þessari könnun og leggja þitt af mörkum. Öllum í Eyjafjarðarsveit er velkomið að taka þátt! Innlegg þitt er nafnlaust og könnunin er opin í 7 daga.

Rík áhersla er lögð á samráð við stjórnendur, starfsfólk, nemendur, foreldra og aðra íbúa sveitarfélagsins við endurskoðun skólastefnunnar. Opið ferli og samtal við samfélagið er mikilvægt svo vel takist til við mótun stefnu og innleiðingu enda er slíkt grundvöllur þess að sem mest sátt ríki um stefnuna.

Hlekkur á könnunina er hér að neðan:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeEoFJeQbGWXJMHGmII3FqtDo5p92kvcgfFzRnmyPHi6aVH3A/viewform