Íþróttastarfsemi áfram fyrir leik- og grunnskólakrakka

Fréttir
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar verður áfram lokuð fyrir íþróttaiðkun þeirra sem ekki eru á leik- og grunnskólaaldri og sundlaug verður opin almenningi frá klukkan 16:00 mánudag - miðvikudags í þessari viku en verður vegna skólafría opin frá klukkan 8:00 að morgni fimmtudags og föstudags.

Starfsemi skólanna heldur áfram með sama móti og undanfarna viku þar sem aukin áhersla er á sóttvarnir og aðgangur utanaðkomandi aðila hefur verið takmarkaður.

Skólafrí eru hjá grunnskólum viða um land nú í næstu viku og þess virði að benda fólki á að fara sérstaklega varlega. Sóttvarnalæknir og almannavarnir hafa séð sérstaka ástæðu til að senda tilmæli frá sér þess efnis að fólk sé ekki að óþörfu að ferðast til og frá höfuðborgasvæðinu.

 

Finnur Yngvi Kristinsson
Sveitarstjóri