Jólatrésskemmtun

Hin árlega jólatrésskemmtun kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldin í Funaborg sunnudaginn 28. desember kl. 13:30 – 16:00.
Dansað verður í kringum jólatréð, góðir gestir koma í heimsókn og á eftir verður boðið upp á veitingar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Kvenfélagið Hjálpin