Kæru sveitungar nær og fjær!

Fréttir

Verið öll hjartanlega velkomin á vígslu listaverksins Eddu eftir Beate Stormo laugardaginn 19. ágúst kl. 15!
Edda stendur á hóli rétt norðan við Smámunasafnið, hóll sá heitir Hrafnskinnarhóll. Hægt er að leggja bílum við Smámunasafnið og eins við Saurbæjarkirkju. Súkkulaðikaka og mjólk í boði meðan birgðir endast. Kirkjukór Grundarsóknar tekur lagið, séra Jóhanna blessar Eddu og Beate verður á staðnum og tekur á móti heillaóskum!

Ferðamálafélagið og Eyjafjarðarsveit