Kaffispjall með sveitarstjóra í netheimum

Fréttir
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri

Kæru sveitungar. Í dag klukkan 12:30 - 13:00 verð ég með opið fyrir óformlegt kaffispjall í fjarfundarbúnaði fyrir þá sem áhuga hafa á. Það er um að gera að skrá sig inn ef þið hafið spurningar á þessum sérkennilegu tímum. Sumu hef ég mögulega svar við og eflaust koma upp gagnlegar spurningar eða athugasemdir sem gott er að fá til að vinna úr.

Til að taka þátt í spjallinu þarf að skrá sig inn hér https://zoom.us/j/959430476

Síðan þarf að samþykkja uppsetningu fundarins og skrá nafnið sitt á viðeigandi stað þegar komið er inn á fundinn. 

Eingöngu þarf míkrafón til að taka þátt en æskilegt er að hafa einnig vefmyndavél. Að sjálfsögðu virkar þetta vel í smartsímunum líka sem vissulega hafa bæði atriði innbyggð líkt og flestar ferðatölvur. 

 

Vonast til að sjá ykkur

Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri