Hið árlega kvennahlaup verður haldið 13. júní. Hlaupið verður frá Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar og boðið verður upp á að hlaupa tvær vegalengdir, 2,5 km og 5 km. Skráning hefst kl.10.30 og hlaup kl.11.00. Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir fullorðna og 1.000 kr. fyrir börn. Innifalið í verðinu er Kvennahlaupsbolurinn og verðlaunapeningur.
Athugið að fjölskylduþrautin verður á sínum stað að hlaupi loknu. Grill á staðnum og öllum velkomið að mæta með mat á grillið.
Frítt verður í sund fyrir keppendur.
Bestu kveðjur, Íþrótta - og tómstundanefnd