Kvöldvaka í Freyvangi


Notaleg kvöldstund í fimmtugum Freyvangi í boði Menningarmálanefndar og Gallerí Víðáttu601, hefst kl.20:30.

Ágætu sveitungar
Föstudaginn 30. nóvember kl. 20.30 langar okkur að bjóða til kvöldvöku í Freyvangi, m.a. í tilefni af 50 ára afmæli Freyvangs. Við fáum til liðs við okkur Viðar Hreinsson frá Hríshóli og Björn Björnsson frá Laugalandi, Ólaf Theodórsson, Völu Schiöth, Gísla og Ingþór, Helga Þórsson og leikfélagið, með söng, kveðskap og spjall. Óttar frá Garðssá verður með myndlistarsýningu í anddyri Freyvangs.
Komum saman og eigum rólega og notalega kvöldstund, kaffi og konfekt verður á boðstólum.

Menningarmálanefnd og Gallerí víðátta