Laus staða við Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Fréttir

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km. fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Hrafnagilsskóli er heilsueflandi grunnskóli og uppeldisstefnan er Jákvæður agi. Skólaþróun síðustu ár hefur m.a. snúist um heilsueflingu, tölvur og tækni. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is.

Stuðningsfulltrúi á yngsta stigi og starfsmaður í frístund
Óskum eftir að ráða starfsmann í 50 - 65% starfshlutfall. Um er að ræða stuðning með nemanda í 1. bekk og vinnu í frístund.

Hæfniskröfur starfsmanns:

  • Sýnir metnað fyrir hönd nemenda.
  • Vinnur í samvinnu við kennara og annað fagfólk.
  • Sýnir hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Sýnir frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hefur gott orðspor og athafnir á vinnustað samrýmast starfinu.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209. Sótt er um stöðuna með því að senda umsókn, ferilskrá og greinagerð með netpósti á netföngin hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is.