Lausar stöður í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit

Fréttir

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Skólinn hefur skapað sér afar gott orðspor í gegnum tíðina og samanstendur af frábærum mannauði. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is.

Skólaliði og starfsmaður í frístund

Inn í öflugan og skemmtilegan starfsmannahóp Hrafnagilsskóla vantar skólaliða og starfsmann í frístund næsta skólaár. Óskum eftir að ráða í 75 - 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2024.

Leitað er eftir starfsmanni sem:

  • Sýnir metnað í starfi.
  • Er fær og lipur í samskiptum.
  • Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Er lausnamiðaður.

Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2024.

Nánari upplýsingar veitir aðstoðarskólastjóri Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 863-1415. Sótt er um stöðuna með því að senda umsókn og ferilskrá með netpósti á netfangið bjork@krummi.is.