Leifsstaðir II, Eyjafjarðarsveit – kynning skipulagslýsingar

Fréttir

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 13. nóvember sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna breytingar á deiliskipulag fyrir Leifsstaði II L152714 í kynningu skv. 1. mgr. 30 gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er nú 7,7 ha. Fyrirhugað er að stækka það svo það nái til alls eignarlands Leifsstaða II eða upp í 13,7 ha. Breytingin felur í sér að fjölga heimiluðum gistieiningum úr 154 í 368 með nýrri hótelbyggingu og fjölgun smáíbúða. Skipulagssvæðið stækkar og mun ná til jarðarmarka Leifsstaða 2. Gera þarf breytingu á aðalskipulagi samhliða. Landeigandi Leifsstaða 2 hefur unnið að framtíðarsýn og þróun hótelrekstrar á landi sínu. Svæðið býr yfir mikilli náttúrufegurð og einstöku útsýni sem þykir eftirsóknarverður eiginleiki meðal hótelgesta. Markmið skipulagsins er að sem flestir gestanna fái notið útsýnis úr vistarverum sínum.

Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 14. og 28. apríl 2024, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerum 337/2025 og 338/2025. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 28. apríl 2025. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málunum á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar