Leiguíbúðir fyrir eldri borgara og almenna leigjendur

Fréttir
Hrafnagilshverfi
Hrafnagilshverfi

Eyjafjarðarsveit auglýsir til leigu íbúð fyrir eldri borgara í raðhúsinu að Skólatröð 2, íbúðin er laus frá og með 1.janúar 2025. Þá er auglýst til leigu íbúð á annarri hæð í Skólatröð 7 sem laus er til úthlutunar frá 1.desember 2024. Leigist hún út sem almenn leiguíbúð.

 

Íbúðin í Skólatröð 2 er 76,2 fermetrar að stærð. Í íbúðinni er eitt svefnherbergi, stofa og eldhús, þvottahús, geymsla og baðherbergi. Aðgengi að íbúðinni er gott en ganga þarf upp þrjú þrep til að komast inn í hana. Aftan við íbúðina er pallur með skjólgirðingu. Umsóknafrestur er til og með 5.desember 2024.


Íbúðin í Skólatröð 7 er á annarri hæð og um 110 fermetrar og er hún leigð í skammtímaleigu, til og með 31.maí 2026. Svefnherbergi eru fjögur, stofa með svölum og eldhús auk baðherbergis. Íbúðin er nýlega endurnýjuð. Aðgengi er um sameiginlegan stigagang með einni annarri íbúð. Umsóknafrestur er til og með 28.nóvember 2024.

 

Sótt er um á netinu og má nálgast umsóknina hér:
https://www.esveit.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod/umsokn-um-leiguhusnaedi