Leyfðu okkur að sjá um matseldina í hádeginu

Fréttir

Við ætlum að byrja með þá nýjung að opna eldhúsið á Kaffi kú í hádeginu, frá klukkan 12:00 alla virka daga þar sem boðið er uppá hefðbundinn heimilismat.
Einnig er hægt að panta og fá matinn í brottnámsbakka.
Við þurfum þó smá fyrirvara ef ætlunin er að kíkja í mat. Æskilegt er að panta eða láta vita af komu sinni fyrir klukkan 10:00 í síma 779-3826
Réttur dagsins kostar 1.950 kr. og kaffi innifalið.

Matseðill vikunnar 30/8 - 3/9
Mánudagur: Fiskur í raspi, nýjar kartöflur og lauksmjör
Þriðjudagur: Lambagúllas, kartöflumús, grænar baunir og rauðkál
Miðvikudagur: Gratíneraður plokkfiskur, rúgbrauð og smjör
Fimmtudagur: Smjörsteikt Kjúklingabringa með ofnsteiktum kartöflum, grænmeti og rauðvínssósu
Föstudagur: Bernaisborgari með sveppum, lauk og frönskum.

Matseðil vikunnar má einnig finna á facebook síðu Kaffi kú.