Úttekt á mötuneyti Hrafnagilsskóla

Nýverið lauk reglubundinni úttekt á mötuneyti Hrafnagilsskóla þar sem kannað var hvort maturinn uppfyllti viðmið Embættis landlæknis sem fram koma í Handbók fyrir skólamötuneyti. Í úttektinni voru skoðaðir matseðlar fyrir október og nóvember 2014 sem gerðir eru af matráði Hrafnagilsskóla. Náði könnunin yfir 9 vikna tímabil.

Í samantekt næringarráðgjafa segir:  „Hrafnagilsskóli er í góðum málum með sína matseðla og eru þetta þeir bestu sem ég hef hingað til séð. Mitt faglega mat er að matseðlarnir séu vel fullgildir og í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis.“

Lesa má samantekt Elínar Sigurborgar Harðardóttur, lögg. næringarráðgjafa á heimasíðu Hrafnagilsskóla.