Kærar þakkir til starfsmanna, foreldra og barna á Krummakoti

Fréttir
Mynd: ASÁ
Mynd: ASÁ

Mikill fjöldi Covid tilfella hafa gengið yfir leikskólann Krummakot í undanfarinni viku og hófst ný vika á sömu nótum. Nú eru 11 starfsmenn fjarverandi vegna faraldursins og fjöldi barna. Starfsmenn skólans hafa gert sitt besta við að halda starfseminni gangandi og hafa fengið mjög svo mikils metna aðstoð frá foreldrum sem létt hafa á starfseminni með því að draga úr veru barna sinna á leikskólanum meðan ástandið gengur yfir.

Við vonum að sjálfsögðu að við séum að komast yfir stærsta skellinn en ljóst er þó að starfsemi leikskólans verður töluvert skert í þessari viku. Vonandi verður þetta bjartara í næstu viku og starfsmenn og börn farin í auknu mæli að mæta aftur í skólann.

Ég vil koma sérstökum þökkum á framfæri til ykkar allra, starfsmanna, foreldra og barna. Það er sérlega gott að vera hluti af samfélagi þar sem fólk leggst á eitt meðan svona aðstæður ganga yfir.

 

Með kærri þökk
Finnur Yngvi Kristinsson
Sveitarstjóri