Norrænir handverksdagar 4.- 7.ágúst

Norræna félagið á Akureyri stendur fyrir Norrænum handverksdögum í vikunni fyrir hina árlegu handverkshátíð við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.
Um er að ræða fjóra námskeiðsdaga þar sem hægt er að velja mismunandi námskeið. Áhersla verður lögð á notkun gamalla handverksaðferða í nýjum búningi. Að þessu sinni hefur Norræna félagið fengið 4 kennara til liðs við sig, alla tengda Skals Håndarbejdsskole í Danmörku. Þeir eru:
Björk Ottósdóttir Dietrichson, kennari á Skals.
Jytte Marie Kodal, kennari á Skals.
Inge-Marie Regnar, kennari og eigandi fyrirtækisins Filteriet.
Helga Jóna Þórunnardóttir, kennari og eigandi verslunarinnar Nálarinnar í Reykjavík.
Félagsmenn Norræna félagsins fá 3000 kr. afslátt af fyrsta námskeiðinu og
1000 kr. afslátt af hverju námskeiði sem tekið er þátt í eftir það.
Notið tækifærið og skráið ykkur í Norræna félagið!!!
Einnig má benda á að sum verkalýðsfélög niðurgreiða námskeið af þessu
tagi. Sjá nánar á www.listalind.is