Nú er að ljúka 46. sumri í sögu sumarbúða KFUM og KFUK að Hólavatni

Árleg kaffisala sumarbúða KFUM og KFUK að Hólavatni fer fram sunnudaginn 14. ágúst kl. 14.30-17.00. Verð fyrir fullorðna er 1.500 kr. en 500 kr. fyrir börn 6-12 ára og frítt fyrir leikskólabörn. Á staðnum eru jafnframt leiktæki fyrir börnin, hoppukastali, trampólín og bátar. Þá verður nýbyggingin opin en stefnt að því að taka hana í notkun sumarið 2012. Allir eru jartanlega velkomnir.
KFUM og KFUK á Íslandi