Nýr forstöðumaður íþróttamannvirkja

Á fundi sveitarstjórnar 7. febrúar var samþykkt tillaga íþrótta- og tómstundanefndar um að ráða Ingibjörgu Ó. Ísaksen í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja, en Guðrún Sigurjónsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. mars.

Ingibjörg Ólöf Ísaksen er íþróttafræðingur og býr að Örlygsstöðum í Eyjafjarðarsveit, en hún var valin úr góðum hópi 27 umsækjenda.

Umsækjendum er þakkað fyrir umsóknir sínar og áhugann sem þeir sýndu starfinu.