Búið er að hleypa af stokkunum fréttavef fyrir íbúa Eyjafjarðarsveitar á slóðinni www.markvert.is. Það eru þeir Karl Jónsson og synir hans á Öngulsstöðum 3 sem standa að vefnum. Íbúarnir sjálfir eru fréttamennirnir og eigendur og umsjónarmenn síðunnar sjá um að koma efninu á framfæri. Kíkið endilega á síðuna, kynnið ykkur ritstjórnarstefnu okkar og byrjið að senda okkur efni.
Síðan er nánast frágengin og um að gera að senda inn efni til birtingar. Kallað er eftir pistlum, myndum eða stuttum fréttum, tilkynningum um viðburði eða frásögnum af einhverju markverðu.
Efni á að senda á markvert@markvert.is. Af sama tilefni hefur verið sett upp Facebook-síða með nafninu Markvert í Eyjafjarðarsveit.