Nýtt deiliskipulag Hrafnagilshverfis tekur gildi

Fréttir
Deiliskipulag Hrafnagilshverfis tekur gildi
Deiliskipulag Hrafnagilshverfis tekur gildi

Þann 11.nóvember næstkomandi tekur í gildi nýtt deiliskipulag fyrir Hrafnagilshverfi. Skipulagið hefur verið í undirbúningi og vinnslu í langan tíma og hófst vinna við það formlega hjá skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar þann 11.nóvember 2019.

Skipulagið var unnið í miklu samtali og samstarfi við helstu hagaðila svo sem núverandi íbúa þess og landeigendur innan skipulagsmarkanna. Í ferlinu komu fram margar mjög gagnlegar ábendingar sem nefnd og hönnuðir tóku til skoðunar og nýttu, eftir því sem við á, til að bæta skipulagstillöguna enn frekar.

Með skipulagsvinnunni var leitast eftir að marka heildstæða stefnu fyrir uppbyggingu og þróun Hrafnagilshverfis til lengri tíma litið. Var horft til þess að nýta þá möguleika sem tilfærsla Eyjafjarðarbrautar vestri út úr hverfinu hefði í för með sér ásamt því að vernda eiginleika og ásýnd lágreists og gróins hverfisins eins og það er í dag.

Skipulagið má skoða hér