Opinn fundur um fjárhagsáætlun Eyjafjarðasveitar mánudaginn 13. nóvember kl. 20:00 í matsal Hrafnagilsskóla

Fréttir

Sveitarstjórn býður íbúum sveitarfélagsins til opins fundar um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Fundurinn er áhugasömum til upplýsingar um fjárhag og fjárfestingar sveitarfélagsins á næstu árum. Þar gefst gestum kostur á að varpa fram spurningum og til og með 16. nóvember verður tekið við ábendingum frá íbúum í tengslum við fjárhagsáætlun á netfanginu esveit@esveit.is.