Rafrænn kynningarfundur um Uppbyggingarsjóð í hádeginu á morgun

Fréttir
Seinni kynningarfundur Uppbyggingarsjóðs verður í hádeginu á morgun 19. október 2022 kl. 12:15-13:00. Kynningin fer fram í gegnum TEAMS og fá skráðir þátttakendur sent fundarboð. Vinsamlegast athugaðu að skrá þig fyrir kl. 10:00 á morgun til að tryggja að þú fáir fundarboð á tilsettum tíma.
 
Smelltu hér til að skrá þig: https://forms.office.com/r/X9Rbpg04nM

Fundurinn hefst á kynningu á Uppbyggingarsjóði, þá er farið í gegnum hagnýt ráð við umsóknarskrifin, verklagsreglur ræddar og fleira. Opið verður fyrir spurningar á meðan á fundi stendur. Fundurinn verður ekki tekinn upp.