Sameining skóla Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ákvað á fundi sínum fimmtudaginn 19. júní s. l. að sameina leik- og grunnskóla sveitarinnar undir eina yfirstjórn. Karl Frímannsson verður skólastjóri skólanna.

Einnig var sveitarstjóra falið að ganga frá ráðningu Þorvaldar Þorvaldssonar í stöðu aðstoðarskólastjóra Krummakots.

Anna Guðmundsdóttir gegnir áfram stöðu aðstoðarskólastjóra Hrafnagilsskóla og Sigurveig Björnsdóttir,   aðstoðarleikskólastjóri Krummakots mun áfram sinna sömu störfum.