Skipulags- og matslýsing deiliskipulags fyrir svínabú í landi Torfna í Eyjafjarðarsveit.

Deiliskipulagsauglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 1. október 2018 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna vinnu deiliskipulags fyrir svínabú í landi Torfna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 17,5 ha að stærð og er staðsett við Eyjafjarðarbraut vestari rétt sunnan Finnastaðaár. Byggingaráformin fela í sér byggingu tveggja gripahúsa alls um 5700 fm að flatarmáli sem rúma munu um 400 gyltur og 2400 grísi.

Deiliskipulagið fellur undir lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Lýsingin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 2. október 2018 til og með 16. október 2018. Lýsingin er einnig aðgengileg hér.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna til þriðjudagsins 16. október 2018. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 601 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is.

Skipulags- og byggingarfulltrúi