Skólaslit Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Halldór Rafn Jóhannsson og Eiríkur Stephensen Skólaslit Tónlistarskólans voru 30. maí s.l í Möðruvallakirkju í Hörgárdal.Dóróthea Dagný Tómasdóttir, Kristín Björnsdóttir, Eiríkur Stephensen
Skólastjóri sagði frá starfseminni í vetur og afhenti prófskírteini fyrir áfangapróf en 7 nemendur luku grunnprófi í vetur. 175 nemendur voru skráðir við skólann þar af 117 í Eyjafjarðarsveit sem er um 11% íbúa sveitarfélagsins Þarna er eingöngu átt við nemendur í einkatímum, forskólanemendur eru ekki inn í þessari tölu.

Í fyrsta sinn var veittur styrkur úr minningarsjóði um Garðar Karlsson kennara sem lést árið 2001. Það var Valdimar Gunnarsson sem afhenti styrkinn fyrir hönd sjóðsins en stjórnina skipa: Eiríkur G. Stephensen fulltrúi tónlistarskólans, Valdimar Gunnarsson fulltrúi Eyjafjarðarsveitar og Vigdís Garðarsdóttir fulltrúi fjölskyldu Garðars. Styrk úr sjóðnum hlaut Halldór Rafn Jóhannsson, 17 ára hornnemandi við skólann og er styrkurinn veittur til hljóðfærakaupa. Halldór Rafn hóf á sínum tíma tónlistarnám hjá Garðari í forskóla og vaknaði þar áhugi hans á áframhaldandi tónlistarnámi. Níu ára gamall hóf Halldór nám á alt horn og síðan franskt horn og hefur hann síðan lært á það hljóðfæri.
Halldór hefur lokið grunnprófi á hornið og stefnir á miðpróf næsta vetur. Í vetur hefur hann tekið gífurlega miklum framförum og hafði það áhrif á val stjórnar sjóðsins, auk þess að hann hefur hug á að fjárfesta í vönduðu hljóðfæri. Styrkurinn sem veittur var er að upphæð 75 þúsund krónur.
Tónlistarskólinn óskar Halldóri Rafni til hamingju með styrkinn og óskar honum velfarnaðar í námi.

Tónlistarskólinn veitti að auki viðurkenning fyrir frammistöðu í námi og var það Kristín Björnsdóttir hljómborðsnemandi sem fékk þau fyrir dugnað og vandvirkni. Kristín hefur verið nemandi við skólann frá stofnun hans og mest allan tímann verið nemandi Dórótheu Dagnýjar Tómasdóttur, píanókennara. Kristín hefur alla tíð verið dugleg að sækja tíma og er mjög duglegur og vandvirkur nemandi.
Tónlistarskólinn óskar Kristínu til hamingju með og þakkar henni tryggðina sem hún heldur við skólann.