Styrkir vegna varmadæla í Eyjafjarðarsveit

Fréttir

Eyjafjarðarsveit veitir fjárstyrk til eigenda fasteigna í Eyjafjarðarsveit í því skyni að setja upp varmadælur sem draga úr notkun raforku til upphitunar á íbúðarhúsnæði þar sem föst búseta (lögheimili) er skráð á þeim svæðum sem dreifikerfi hitaveitu nær ekki til. Styrkurinn er hugsaður til þess að styrkja eigendur og íbúa viðkomandi fasteigna til þess að setja upp varmadælu þar sem því verður ekki komið við að nýta hitaveitu tæknilega eða með hagkvæmum hætti fjárhagslega.

Skilyrði styrks
Eyjafjarðarsveit styrkir þinglýstan eiganda íbúðarhúsnæðis sem hyggst ráðast í framkvæmd vegna varmadælu til orkusparnaðar. Skilyrði er að umrædd fasteign njóti nú þegar niðurgreiðslu til húshitunar og að framkvæmdin hljóti styrk frá Orkustofnun. Styrkur fæst eingöngu til kaupa á varmadælu og efni tengdu henni innan tæknirýmis. Ekki er veittur styrkur til efniskaupa á lögnum í húsi eða breytingar á lögnum sem fyrir eru utan tæknirýmis þrátt fyrir að það séu afleiðingar af uppsetningu varmadælunnar.

Upphæð styrks
Eyjafjarðarsveit styrkir eiganda fasteignar um allt að 50% af efniskostnaði samkvæmt ofangreindu sem fellur á eiganda fasteignar eftir að styrkur frá Orkustofnun hefur verið greiddur og aðrar niðurgreiðslur sem við eiga, þó getur styrkur frá sveitarfélaginu aldrei orðið hærri en 500.000 krónur.

Samþykki styrks og greiðsla
Umsækjandi skilar inn undirritaðri styrkumsókn til Eyjafjarðarsveitar þar sem framkvæmdinni eru gerð skil. Umsókninni skulu fylgja allar viðeigandi kvittanir, samningur við Orkustofnun og staðfesting á greiðslu styrks frá Orkustofnun til sama verkefnis.

Aðilar geta sótt um styrkinn með því að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins eða með því að fylla út umsóknina á heimasíðunni en slóðina má nálgast hér.