Styrkur frá Norðurorku

Á Handverkshátíð 2016 var haldin listasmiðja fyrir börn. Þótti smiðjan takast vel í alla staði og því hugur á að endurtaka leikinn að ári. Sótt var um styrk til Norðurorku sem auglýsti eftir styrkumsóknum til samfélagsverkefna og var Handverkshátíðin á meðal fjölmargra sem hlutu styrk að þessu sinni. Við þökkum Norðurorku kærlega fyrir og hlökkum til að sjá afrakstur smiðjunnar á Handverkshátíð 2017.

Hér má finna upplýsingar um styrkveitinguna.