Sumarbúðirnar að Hólavatni.

Skráning stendur yfir í sumarbúðirnar að Hólavatni. Í yfir 40 ár hafa KFUM og KFUK starfrækt sumarbúðinar að Hólavatni.
í sumar verða í boði fimm dvalarflokkar fyrir stráka og stelpur á aldrinum átta til tíu ára, annars vegar og tíu til þrettán ára, hins vegar. Hver flokkur hefst á mánudagsmorgni með brottför frá Akureyri kl. 9.00 og lýkur á sama stað á föstudegi kl. 15.30. Í sumarbúðunum er frábær aðstaða og enn betri dagskrá. Fótbolti, bátar, veiði, leikir, borðtennis, sveitaferð og kvöldvökur er aðeins hluti af því sem í boði er. Nú þegar er búið að fylla helming þeirra dvalarplássa sem í boði eru og fer því hver að verða síðastur að tryggja sér pláss í frábærum sumarbúðum þar sem allir fara heim með bros á vör. Allar nánari upplýsingar má finna á http://www.kfum.is eða í síma 588-8899