Sumarstörf á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar

Fréttir

Sumarstörf á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar

Um er að ræða tvær 100% stöður í vaktavinnu á tjaldsvæðinu í Hrafnagilshverfi ásamt öðrum störfum. Um mjög líflegt og fjölbreytt starf er að ræða.

Helstu verkefni eru m.a.:

  • Umsjón og umhirða tjaldsvæðis og þjónusta við gesti
  • Þrif á aðstöðu tjaldsvæðis
  • Sláttur
  • Vaktir á gámasvæði
  • Önnur verkefni

Hæfniskröfur:

  • Umsækjendur verða að vera orðnir 20 ára
  • Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð
  • Mikil þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hafa gott vald á íslensku og ensku
  • Stundvísi
  • Jákvæðni

Næstu yfirmenn eru forstöðumaður eignasjóðs og forstöðumaður íþróttamiðstöðvar.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambandsins.

Umsóknarfrestur er til og með 17. mars. Umsóknir, ásamt kynningarbréfi, ferilsskrá og lista yfir meðmælendur skulu sendar á netfangið karlj@esveit.is. Nánari upplýsingar um starfið og fyrirkomulag vakta gefur Karl, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, í síma 691 6633 eða í tölvupósti.