Sunnudagaskólinn í Eyjafjarðarsveit

Sunnudagaskólinn í Eyjafjarðarsveit hefst á ný 12. september


Sunnudagskólinn hefur göngu sína þetta haustið sunnudaginn 12. september kl. 11. Samverurnar verða eins og verið hefur í Hjartanu í Hrafnagilsskóla. Öll börn eru velkomin, alveg sama á hvaða aldri þau eru og einnig þykir okkur einstaklega gaman að fá foreldra með á samverurnar. Samverur verða svo fram að jólum á eftirtöldum dagsetningum: 26. sept, 10. okt, 24. okt, 7. nóv, 21. nóv og 5. des. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Með kveðju frá Brynhildi, Hrund og Katrínu.

Nánari upplýsingar:
http://kirkjan.is/laugalandsprestakall/2010/09/sunnudagaskolinn-i-eyjafjar%c3%b0arsveit-hefst-a%c3%b0-ny-12-september/#more-61