Sveitarstjórn - hátíðarfundur

500. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður sérstakur hátíðarfundur.
Hann verður haldinn undir bláum himni á væntanlegu vegstæði nýs göngu- og hjólastígs. Á dagskrá fundarins er eitt mál, nr. 1101011, hjóla- og göngustígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar.
Nánar tilgreint verður fundurinn laugardaginn 2. september kl. 10:30 árdegis norðan við Hrafnagilshverfi.
Sérstakir gestir fundarins verða Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri. Með þeim í för verða Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra.
Á fundinum verður tekin fyrsta skóflustungan að nýjum stíg og flutt stutt ávörp. Boðið verður upp á kaffi/drykki og kleinur.
Sveitarstjórn býður íbúa Eyjafjarðarsveitar sérstaklega velkomna að vera viðstadda skóflustunguna og fagna þessum áfanga.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar.