Syðra-Laugaland efra – tillaga að deiliskipulagi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 27. maí 2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu í landi Syðra-Laugalands efra skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan gerir ráð fyrir allt að 8 smáhýsum til gistingar fyrir ferðamenn auk veitingastaðar og íbúðar sem er fyrir í núverandi húsi.
Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 3. júní 2015 til og með 15. júlí 2015. Tillagan er einnig aðgengileg hér. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, 601 Akureyri, eða á netfangið esveit@esveit.is í síðasta lagi þann 15. júlí 2015.
Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsveitar