Sýningin ÞRÆÐIR SUMARSINS verður opnuð sumardaginn fyrsta !

Fíflilbrekka
Fíflilbrekka

Textílfélagið er 40 ára í ár.

Mikið er um að vera á vegum félagsins í tilefni af afmælinu og er meiningin að ekki færri en einn viðburður verði í hverjum mánuði, víðsvegar um landið. Meðal atburða eru sýningar og námskeið.
Þátttaka í sýningarhaldi hér í Eyjafirði er að tilstuðlan Guðrúnar Höddu í Dyngju Listhúsi í landi Fífilbrekku. Guðrún Hadda tekur á móti samstarfskonum sínum úr Textílfélaginu og munu félagar sýna þar verk sín. Um er að ræða útiverk sem standa munu út sumarið. Opnun sýningarinnar verður sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl. 12.00.

Í nóvember árið 1974 var Textílfélagið stofnað (http://tex.is/)  af nemendum og kennurum textíldeildar Myndlista- og handíðaskólans ásamt starfandi textíllistamönnum og er það eitt af aðildarfélögum SÍM og Hönnurarstöðvar Íslands.  Félagið hefur haldið stórar samsýningar á fimm ára fresti og einnig hafa minni hópar innan félagsins staðið saman að sýningum.  Að auki hefur félagið tekið þátt í stórum alþjóðlegum sýningum þar sem félagar hafa fengið ýmsar viðurkenningar og unnið til verðlauna fyrir listsköpun sína.
Árið 2009 opnaði félagið textílverkstæði á Korpúlfsstöðum.
Félagið er aðili í norrænu félagi textílmanna NTA (http://www.nordictextileart.net/)

Útiverk Textílsfélagsins

Dyngjan