Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2024 - Miðapöntun

Fréttir
Hér er hægt að panta miða á hið eina sanna Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2024. Þorrablótið verður haldið laugardaginn 27. janúar og húsið opnar kl. 19:00. Þorramatur kemur frá Bautanum og er hann innifalinn í verði, veislustjóri verður Sverrir Þór Sverrisson og hljómsveit kvöldsins verður Landabandið.
 
Miðinn kostar 13.000 kr. Miðaafhending og sala fer fram 24. janúar milli kl. 16:00 og 20:00 og 25. janúar á milli kl. 18:00 og 22:00 og fer hún fram í anddyri Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar. Þá þarf að greiða fyrir miðana. ATHUGIÐ AÐ EKKI er posi á staðnum en tekið er við millifærslum.
 
Athugið að mikilvægt er að gefa upp tölvupóstfang sitt, en allir sem panta fá staðfestingarpóst (athugið að hann gæti lent í ruslpóstinum). Nóg er að fá nafn og símanúmer þess sem pantar miðana. Mest er hægt að panta 15 miða í einu. Nefndin áskilur sér rétt á að takmarka fjölda miða per pöntun ef eftirspurn fer fram úr hófi.
 
Yfirmaður miðasölu er Helga Sigfúsdóttir, ef þið lendið í einhverju veseni eða hafið einhverjar spurningar endilega heyrið í Helgu í síma 892 5307 eða í tölvupósti torrablotesveit@gmail.com.