Tímatökumót á Eyjafjarðarbraut vestri sunnudaginn 19. maí

Við vekjum athygli á að tímatökumót Hjólreiðafélags Akureyrar verður á Eyjafjarðarbraut vestri milli Akureyrar og Hrafnagils sunnudaginn 19. maí næstkomandi milli klukkan 10:00 og 12:00.

Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og sýna tillitssemi.