Tvö ný tilfelli í dag - bæði í sóttkví

Fréttir

Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðarstjórn greindust tvö ný tilfelli síðastliðinn sólarhring í sveitarfélaginu og eru nú sjö í sóttkví. Þeir aðilar sem greindust jákvæðir reyndust báðir vera í sóttkví en annar þeirra starfar innan skrifstofu sveitarfélagsins og er því kominn í einangrun. Aðrir starfsmenn skrifstofunnar hafa greinst neikvæðir og eru lausir úr sóttkví, opnar því skrifstofa sveitarfélagsins aftur á mánudag. 

Starfsfólk skrifstofunnar sendir hlýjar kveðjur til þeirra sem nú vinna úr afleiðingum Covid-19.