Varðandi hross og flugelda


Minnt er á að nú nálgast tími púðurskota og flugeldasýninga með öllum þeim fyrirgangi sem slíku fylgir. Þótt margir hafi gaman af á það ekki við um hross, en mörg dæmi eru um að þau hafi fælst í hamaganginum og orðið sér að tjóni. Bæði eigendur þeirra og aðrir sem fara með flugelda þurfa að taka tillit til þessa og fara með gát.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar