Veðrið leikur við okkur á degi uppsetningar

handverkshatid_minni6_120Nú er allt komið á fullt við uppsetningu á sýningarsvæði Handverkshátíðar við Hrafnagilsskóla - það er hreint yndislegt að kíkja þangað á degi uppsetningar, brosandi andlit sveitunga og sýnenda mæta manni alls staðar á iðandi sýningarsvæðinu, margar hendur vinna létt verk er það sem gildir - vá stemningin.   Veðrið gæti ekki verið betra - logn, léttskýjað og 17 stiga hiti - veðurspáin lofar fínu veðri hátíðardagana.  Þið getið nálgast dagskrá hátíðarinnar hér á heimasíðu hátíðarinnar undir Dagskrá  

Opið klukkan 12-19 á morgun föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag.