Við minnum áhugasama á fyrirlestur í kvöld 8.ágúst í Hrafnagilsskóla, í norðurálmu kl. 20:00.

Við minnum áhugasama á fyrirlestur í kvöld 8.ágúst í Hrafnagilsskóla, í norðurálmu kl. 20

UR BJÖRK - handverk í heimsklassa!

Knut Östgård er heiðursgestur Handverkshátíðar 2017. Knut kom verkefninu á laggirnar en það hafði lengi verið draumur hans „að smíða úr heilu birkitré“. Þegar 21 smiður í viðbót hafði ákveðið hvað skyldi smíðað fengu allir umbeðinn hluta af einu birkitré. Sumir ákváðu að einbeita sér að einum eða fáum hlutum en aðrir völdu að smíða eins marga hluti og mögulegt var.

Birkitréð góða gaf af sér um 0,8 rúmmetra (800 lítra) af viði og alls voru smíðaðir úr því um 390 gripir. Þeir voru allt frá prufuprjóni fyrir kökubakstur til stórra troga, skíða, skúlptúra, skála, skáps, stóla, kolla og gítars. Laufið var notað til að lita í tilraunaskyni fáeinar garnhespur og börkurinn var notaður í krukkur og fléttaðar kröfur, auk þess sem úr honum var pressuð olía sem hentar afar vel sem leðurfeiti, birkitjara eða rússaolía eins og Svíar kalla hana. Hægt hefði verið að nota börkinn í ýmislegt fleira, hefðum við valið að nota ilmbjörk. Okkur gafst ekki kostur á að ná rótum birkitrésins vegna landslagsins og auk þess var orðið of áliðið hausts til þess að tappa birkisafa af því. Birkitréð var tálgað, rennt, höggið og heflað þannig að alls urðu til þrír rúmmetrar af spæni. 
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna í tímaritinu Hemslöjd nr. 3 frá 2014