Viðtalstímar í Eyjafjarðarsveit - Ertu með hugmynd að verkefni og vantar aðstoð?

Fréttir

Vegna fyrri fréttar um umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra, er vakin athygli á því að boðið verður upp á viðtalstíma og ráðgjöf á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, þriðjudaginn 5. október kl. 8:30-10:00. 

Hægt er að sækja um viðtalstíma og ráðgjöf hér.

Hér fyrir neðan má sjá tímaáætlun ráðgjafa SSNE en fyrir utan þessa auglýstu tíma er auðsótt að leita til starfsfólks SSNE
með því að senda tölvupóst á ssne@ssne.is.
Starfsstöðvar og opnunartíma SSNE má finna hér.