Vinnuskóli Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 2000, 2001 og 2002 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Starfið hefst 7. júní. Umsækjendur þurfa að skila inn umsóknum fyrir 30. maí á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is. Í umsókninni þarf að koma fram nafn og kennitala umsækjanda, nafn forráðamanns og sími.  Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum 18. maí s.l.  að hækka laun i vinnuskólanum um 50%.  Markmiðið er að efla starf og fræðslu fyrir unglinga sem eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaði. 

Nánari upplýsingar um vinnuskólann má finna hér