Ytri-Varðgjá íbúðarsvæði, Eyjafjarðarsveit – auglýsing deiliskipulagstillögu

Fréttir

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 30. maí sl. að vísa skipulagstillögu vegna nýs deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit, í auglýsingu skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið nær yfir 18,5 ha svæði í landi Ytri-Varðgjár sem í gildandi Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 er að mestu skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB12 og að litlum hluta sem skógræktar- og landgræðslusvæði. Nýja deiliskipulagið gerir ráð fyrir 35 lóðum fyrir íbúðarhús og verður aðkoma að svæðinu frá Veigastaðavegi.

Skipulagstillagan er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 13. júní og 25. júlí 2024, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 623/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 25. júlí 2024. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Ytri-Varðgjá deiliskipulagstillaga, greinargerð
Ytri-Varðgjá uppdráttur

Skipulags- og byggingarfulltrúi