Auglýsingablaðið

1140. TBL 28. apríl 2022

Auglýsingablað 1140. tbl. 14. árg. 28. apríl 2022.Sveitarstjórnarfundur

587. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, miðvikudaginn 4. maí og hefst hann kl. 16:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.Atvinna

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að ráða karl til starfa í vaktavinnu í 100% starf. Um er að ræða tímabundna afleysingu fram í júlí/ágúst með möguleika á framlengingu. Einnig kemur til greina að ráða tvo í hlutastarf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Tekið er á móti umsóknum á netfangið sundlaug@esveit.is. Nánari upplýsingar á esveit.is og hjá Ernu Lind forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar í síma 895-9611.Lausar stöður

Hrafnagilsskóli er heilsueflandi grunnskóli og uppeldisstefnan er jákvæður agi. Skólaþróun síðustu ár hefur m.a. snúist um heilsueflingu, tölvur og tækni.
Grunnskólakennari/sérkennari í sérdeild. Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2022. Um er að ræða sérkennarastöðu í sérdeild unglingsstúlkna sem dvelja á meðferðarheimilinu að Laugalandi.
Grunnskólakennari á yngsta stigi. Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 80% starfshlutfall frá 1. ágúst 2022. Í starfinu felst námsstuðningur við nemendur og samvinna við kennara og starfsfólk.

Umsóknarfrestur er til og með 9. maí 2022.
Nánari upplýsingar á esveit.is og hjá skólastjórnendum; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209 eða á netföngin hrund@krummi.is og bjork@krummi.is.Vinnuskólinn

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Vinnuskólann sumarið 2022 á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
https://www.esveit.is/is/thjonusta/menntun-1/vinnuskoliMatjurtagarðar í Hrafnagilshverfi
– sækja þarf um fyrir 10. maí
Sveitarfélagið mun bjóða íbúum aðgang að matjurtagörðum í gömlu kálgörðunum í Hrafnagilshverfi, norðan Bakkatraðar, sumarið 2022.
Hver reitur verður um 15 fermetrar að stærð og leigist á 4.000 kr. í sumar. Undirbúningur garðanna hefst fljótlega og er áhugasömum bent á að sækja um reit fyrir 10. maí,
með því að senda tölvupóst á esveit@esveit.is með yfirskriftinni Matjurtagarðar 2022,
eða með því að hringja í síma 463-0600 milli kl. 10:00 og 14:00.Frítt fyrir 60 ára og eldri - Námskeið í tæknilæsi

Lærðu á tækin þín, tæknina & möguleika internetsins. Frítt námskeið fyrir 60 ára og eldri. Kennt verður 17., 19., 24. og 26. maí í húsnæði Eldri borgara í Félagsborg. Hópur 1 kl. 10:00-12:00 og hópur 2 kl. 13:00-15:00.
Skráning hjá Huldu Magneu á tjarnir@simnet.is eða í síma 864-6191.
Nánari upplýsingar um námskeiðið hjá Sif J. Ástudóttur í síma 460-4717 eða 848-3586. Símey.Aðalsafnaðarfundur Hólasóknar

-Verður haldinn á Vatnsenda miðvikudagskvöldið 4. maí 2022, kl. 20:30.
Venjuleg aðalfundarstörf. Lokaumræða um sameiningu sókna.
Sóknarnefndin.Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2022

Dagana 2.-6. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2016) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust.
Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.-4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning).
Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100.
Skólastjóri.Danssýning

Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla og elsta árgangi í Krummakoti. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans fimmtudaginn 5. maí
kl. 13:20. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara.
Allir eru hjartanlega velkomnir.Vorsöngvar 2022

Kirkjukór Laugalandsprestakalls og kór Möðruvallaklausturskirkju bjóða ykkur velkomin á tónleika í Laugarborg mánudagskvöldið 2. maí kl. 20:00.
Stjórnendur: Þorvaldur Örn Davíðsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Ókeypis aðgangur.
Tekið er við frjálsum framlögum við innganginn, posi verður á staðnum.
Kaffiveitingar eftir tónleika.Kardemommubærinn í Freyvangi

Aukasýning er fimmtudagskvöldið 28. apríl kl. 19:00 og svo verður bæjarhliðinu í Kardemommubænum skellt í lás sunnudaginn 1. maí en þá er lokasýning sem hefst kl. 15:00. Miðasala á tix.is og í síma 857-5598.
Okkur í Freyvangsleikhúsinu er það mikið gleðiefni að tilkynna að styrktarsýningin þann 26. mars sl. skilaði kr. 400.000.- sem búið er að afhenda fjölskyldunni. Félagið óskar þeim velfarnaðar í baráttunni og vill þakka þeim fjölmörgu sem sóttu sýninguna eða styrktu með framlögum.


-listinn auglýsir – og auglýsir!
Ágætu sveitungar, K-listinn boðar til fundar fyrir áhugasama til skrafs og ráðagerða um málefni og áherslur listans fimmtudagskvöldið 28. apríl nk. kl. 20:00 í Félagsborg. Klapp klapp -fyrir K listanum!

-listinn auglýsir opinn fund í Funaborg!
Ágætu sveitungar, K-listinn boðar til opins fundar fyrir forvitna einstaklinga sem vilja kynna sér málefni og stefnu listans. Fundurinn verður í Funaborg þriðjudagskvöldið
3. maí kl. 20:30. Við hvetjum áhugsama um að mæta og taka samtalið við okkur.
Sjáumst þriðjud. þriðja maí tuttugu þrjátíu! Kaffi og kleinur -með K listanum.

Getum við bætt efni síðunnar?