Vinnuskóli

Ungmenni í Eyjafjarðarsveit hafa verið þekkt fyrir dugnað og liðlegheit og leggur Eyjajarðarsveit áherslu á að í vinnuskólanum unglingar samfélagsins góð og fagleg vinnubrögð í þeim verkfnum sem þau taka að sér. Vinnuskóli Eyjafjarðarsveitar er starfræktur 9 vikur ár hvert og er ætlaður unglingum á aldrinum 14 – 16 ára.

Markmið Vinnuskóla Eyjafjarðarsveitar er að bjóða upp á:

  • hollt og uppbyggjandi sumarstarf fyrir 14, 15, og 16 ára unglinga.
  • fjölbreytt störf á mismunandi vinnusvæðum.
  • fræðslu um notkun og meðferð algengra verkfæra.
  • fræðslu um náttúru og umhverfi
  • reynslu og þekkingu sem að gagni kemur á sviði verklegra framkvæmda. 

Fræðslustarf:

Á starfstíma Vinnuskólans er stefnt að því að koma á sérstökum fræðsludögum. Um er að ræða fræðslu um umhverfismál, atvinnumál og safnafræðslu. Í tengslum við fræðsludagana er farið í sund eða annað þess háttar. 

 

Árlegt upphaf vinnuskóla er auglýst í Auglýsingablaði Eyjafjarðarsveitar á hverju vori.
Reglur vinnuskóla Eyjafjarðarsveitar má finna hér.

Skráning í Vinnuskólann er rafræn og er miðað við að skráningu sé lokið um miðjan maí ár hver.
Skráningarform fyrir Vinnuskólann.

Síðast uppfært 12. apríl 2021
Getum við bætt efni síðunnar?