Auglýsingablaðið

1218. TBL 22. nóvember 2023

Auglýsingablað 1218. tbl. 15. árg. 22. nóvember 2023.


Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar auglýsir tvær stöður á skrifstofu embættisins til umsóknar – umsóknarfrestur til og með 15.
des.

Byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar bs. var stofnað árið 2017 og annast það skipulags- og byggingarmál í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og mannvirkjalögum nr. 160/2010. Starfstöð byggðasamlagsins er í Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi og þar vinna þrír starfsmenn.

Verkefnisstjóri byggingarmála

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (SBE) auglýsir eftir aðila í 80-100 % stöðu verkefnisstjóra byggingarmála. Starfið felst í leyfisveitingum og lögbundnu byggingareftirlit sveitarfélags eins og það er fyrirskrifað í 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.
Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.

Móttökustarfsmaður
Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar auglýsir eftir aðila í 50 % stöðu starfsmanns á skrifstofu. Starfið felst í móttöku erinda, símavörslu og úrvinnslu annarra verkefna á skrifstofu embættisins, Skólatröð 9 í Hrafnagilshverfi.
Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.

Umsóknarbréf og ferilskrá í pdf sniði skulu send í tölvupósti í síðasta lagi 15. desember 2023 á netfangið vigfus@sbe.is.
Nánari upplýsingar veitir Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, í síma 463-0620.


Frestur til að sækja um styrk 2023 er til og með 15. desember 2023

Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar > Umsóknir > listi yfir umsóknir er hægra megin á síðunni.


Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara
fer fram í Funaborg fimmtudaginn 30. nóvember kl. 20:00.

Dagskrá:

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Kosning stjórnar
  • Umræður um framtíð dómshúss á Náttfaravelli

Kaffiveitingar í boði, stjórnin.


Snyrtistofan Sveitasæla Öngulsstöðum
Kæru viðskiptavinir, nú styttist í jólin🎄 Ég hvet ykkur til að vera tímanlega að panta í snyrtingu fyrir hátíðarnar. Þið getið pantað tíma allt að sex vikur fram í tímann inn á noona appinu eða í síma 833-7888.


Bókakvöld HÆLISINS fimmtudaginn 7. desember – húsið opnar 19:30
Höfundarnir Sigmundur Ernir Rúnarsson, Brynhildur Þórarinsdóttir, Arnór Bliki Hallmundsson, Kristín Aðalsteinsdóttir og Rakel Hinriksdóttir hafa staðfest komu sína, fleiri mögulega væntanlegir.
Verið öll hjartanlega velkomin meðan húsrúm leyfir.


Happdrætti umf. Samherja - útdráttur vinninga
Nú er búið að draga í happdrættinu og viljum við óska 80 heppnum vinningshöfum til hamingju með vinningana sína. Vinningsnúmerin eru birt á facebook síðu umf. Samherja. Hægt er að nálgast vinninga í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar á opnunartíma. Framvísa þarf miða þegar komið er að sækja vinninga. Vinningar nr. 3, 11, 23, 44, 77, 78, 79 og 80 innihalda kælivöru og því eru þeir ekki í íþróttamiðstöðinni eins og aðrir vinningar. Hægt er að nálgast þessa vinninga með því að senda póst á samherjar@samherjar.is eða hringja í síma 846-9024.

Við viljum enn og aftur þakka öllum þeim sem styrktu barna- og unglingastarfið með því að gefa vinning, hjálpa til við miðasölu eða kaupa miða. Þessi fjáröflun er gríðarlega mikilvæg fyrir félagið og þessi stuðningur er okkur því afar dýrmætur.
Stjórn umf. Samherja.


Borðtennisnámskeið fyrir börn á grunnskólaaldri
Borðtennissamband Íslands og umf. Samherjar standa fyrir borðtennisnámskeiði helgina 25.-26. nóvember í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. Námskeiðið er fyrir alla krakka á grunnskólaaldri.
Þjálfari á námskeiðinu verður unglingalandsliðsþjálfarinn Mattia Luigi Contu.
Tímasetning á námskeiðinu er:
Laugardagur 25. nóvember kl. 10:00-14:00 (gott að taka með sér nesti).
Sunnudagur 26. nóvember kl. 10:00-11:30.
Námskeiðið er gjaldfrjálst en nauðsynlegt er að skrá börnin á námskeiðið á Sportabler.
Við hvetjum alla til að taka þátt, hafa gaman og læra tökin í borðtennis.
Stjórn umf. Samherja.


Aðalfundur og arðgreiðslur
Boðað er til aðalfundar í Veiðifélagi Eyjafjarðarár í Funaborg Melgerðismelum Eyjafjarðarsveit 7. desember 2023 klukkan 20:00.

Greiddur verður út arður samkvæmt gildandi arðskrá í kjölfar aðalfundarins.

Listi yfir jarðir er birtur í viðburðadagatali á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar og eru eigendur jarðanna beðnir um að kynna sér listann og eftir atvikum að senda viðeigandi upplýsingar á hermann@enor.is.

Í 9. gr. samþykkta félagsins er kveðið á um hvaða mál skal taka fyrir á aðalfundi:

  1. Skýrsla stjórnar fyrir reikningsárið 1/10 2022–30/9 2023.
  2. Reikningar félagsins fyrir reikningsárið 1/10 2022–30/9 2023.
  3. Rekstraáætlun fyrir næsta rekstrarár.
  4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna.
  5. Pollurinn veiðistjórnun og ólögleg bátaveiði.
  6. Önnur mál.

Stjórnin.


Vöfflukaffi og kökubasar í Laugarborg
Kvenfélagið Iðunn verður með í viðburði Ferðamálafélags Eyjafjarðar:
Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit, sunnudaginn 3. desember nk. kl. 13:00-17:00.
Við verðum í Laugarborg með vöfflukaffi, kökubasar og dagbókina Tíminn minn 2024 sem er núna á 4.500 kr. Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar. Ath. enginn posi. Nánari upplýsingar og kort með þátttakendum í: Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit, er að finna í viðburðadagatali á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Hlökkum til að sjá ykkur, Kvenfélagið Iðunn.

Getum við bætt efni síðunnar?