40% starf í heimaþjónustu - framtíðarstarf

Fréttir

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir starfsmanni í 40% starf í heimaþjónustu.

Félagsleg heimaþjónusta felur í sér margskonar aðstoð við einstaklinga á heimilum sínum sem geta ekki hjálparlaust sinnt daglegum verkefnum vegna öldrunar, veikinda, álags eða fötlunar. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu þar sem samskipti og virðing eru höfð í fyrirrúmi. Aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf er stórt verkefni í heimaþjónustu en einnig er um að ræða verkefni tengd félagslegum stuðningi og önnur aðstoð og stuðningur. Starfsmaður í heimaþjónustu þarf að vera hvetjandi og jafnframt sýna umburðarlyndi og skilning á aðstæðum þjónustuþega.

Hæfniskröfur:

  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og jákvæðni
  • Áhugi og/eða reynsla af að starfa með öldruðum og fötluðum
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og geta til að vinna sjálfstætt
  • Almenn kunnátta við þrif og önnur heimilisstörf
  • Stundvísi og heiðarleiki
  • Góð íslenskukunnátta
  • Gild ökuréttindi og þarf að hafa bíl til umráða

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2023.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar merktar „starf í heimaþjónustu“ á netfangið esveit@esveit.is.

Nánari upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 eða esveit@esveit.is.