605 - Nýtt póstnúmer í Eyjafjarðarsveit

Fréttir

Nýtt póstnúmer hefur nú tekið gildi fyrir Eyjafjarðarsveit sem fær nú númerið 605 og er tilgangur þess að afmarka sveitarfélagið betur með sérstöku póstnúmeri. 

Fleiri breytingar á póstnúmerum áttu sér stað um síðastliðin mánaðarmót víðsvegar á landinu en á myndinni eru þær breytingar sem eru í okkar næsta nágrenni. 

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Póstsins.