Aðeins um haustleika Víga-Glúms

Barnaleikir :
Þrautabraut sem reynir á börnin.
Trjónubolti þar sem þátttakendur frá sérstaka trjónu til að kíkja í gegnum.
Krakkagrill í boði B.Hreiðarsson - börnin fá pylsur.
Leikir eins og hlaupið í skarðið og fleira.

Leikar fullorðinna :
Heyrúlluhleðsla þar sem Hríshóll, Garður og Hrafnagil reyna með sér.
Mjólkurreið - Kappreiðar með mjólkurglas í tímatöku.
Þrautaganga með sjúkrabörur
Brunaslöngubolti - fótbolti þar sem markmenn beggja liða mega aðeins nýta sér brunaslöngu sér til varnar.

Diskósund :
Hansi og nemendur Hrafnagilsskóla halda uppi tónlistarstuði við sundlaugarbakka.  Frítt í sund.

Hlé vegna mjalta :
Þarfnast vart nánari útskýringa.

Varðeldur:
Söngur og skemmtun þar sem Ingi á Uppsölum og Bobbi koma við sögu. 
Óvæntar uppákomur.

Allir hvattir til að mæta vel búnir með nesti og hlý föt.  Kaffi á staðnum. Komið með tjald með ykkur ef þið viljið, það munu einhverjir ákveðnir í því að eiga sinn samastað í tjaldi á svæðinu.