Aðstoðarskólastjóri Hrafnagilsskóla

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða aðstoðarskólastjóra fyrir Hrafnagilsskóla til eins árs. Ráðið verður frá frá 1. ágúst 2016 – 31. júlí 2017. Leitað er að einstaklingi sem er framsýnn í skólamálum, ótvíræður leiðtogi og fær í samskiptum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun.
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða reynsla af stjórnun er æskileg.
  • Reynsla af kennslu og vinnu með börnum.
  • Leiðtogahæfileikar, metnaður, hugmyndaauðgi og skipulagshæfni.
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum.

Upplýsingar um starfið veitir Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri í símum 464 8100 og 699 4209 eða í gegnum netfangið hrund@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 29. mars. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.