Fréttayfirlit

Jólakveðja

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og starfsfólk á skrifstofu sveitarfélagsins, senda öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar

22.12.2010

Helgihald um jólin í Eyjafjarðarsveit


Aðfangadagskvöld 24. desember -Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 22:00
Jóladagur 25. desember -Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 11:00 og í Munkaþverárkirkju kl. 13:30.
Annar í jólum 26. desember -Barnamessa í Hólakirkju kl. 11:00 og helgistund í Saurbæjarkirkju kl. 13:30.
Nánari upplýsingar: http://kirkjan.is/laugalandsprestakall
Sr. Guðmundur Guðmundsson
16.12.2010

Fjárhagsáætlun 2011

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2011 var tekin til síðari umræðu 10. desember s.l.   Fjárhagsáætlun ársins 2011 gerir ráð fyrir hallalausum rekstri.
14.12.2010

BÓKASAFN EYJAFJARÐARSVEITAR

Bókasafnið fer í jólafrí föstudaginn 17. desember.

Í næstu viku er opið eins og venjulega:
Mánudag kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudag til föstudags kl. 9:00-12:30

Á milli jóla og nýárs er opið:
Miðvikudaginn 29. desember kl. 14:00-16:00

Safnið opnar aftur eftir áramót:
Mánudaginn 3. janúar kl. 9:00 -12:00 og 13:00-16:00

Eftir það er opið eins og venjulega.

Jólakveðjur frá bókasafninu, bókavörður

09.12.2010

Kynningar - fundur um breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar, mánudaginn 6.12.2010 kl. 20.30

Efnistökusvæði í Eyjafjarðarsveit - Kynningarfundur um breytingu á aðalskipulagi mánudaginn 6. desember kl. 20:30 verður haldinn í Hrafnagilsskóla 

Markmið tillögunnar er að ná heildarsýn yfir efnistöku innan sveitarfélagsins, tryggja framboð efnis en jafnframt stýringu á efnistöku, með tilliti til verndar og viðhaldi lífríkis. Reynt skal að hafa vegalengdir vegna efnisflutninga sem styttstar en að efnistaka sé þó á tiltölulega fáum stöðum í einu.
Skipulagsnefnd

06.12.2010

Truflanir á þjónustu í Reykárhverfi

Í dag 1. desmber má reikna með einhverjum rekstrartruflunum í hitaveitunni í Reykárhverfi og nágrenni, vegna framkvæmda við nýju hitaveituna svonefnda vesturveitu frá Botni að Grund og Finnastöðum. Nýja veitan verður tengd vinnslusvæðinu að Botni í dag og því möguleiki á einhverjum truflunum fram eftir degi.
 
Við vonum að þetta verði minniháttar og hafi óveruleg áhrif.  Viðskiptavinir eru engu að síður beðnir að gæta að loftæmingu hitakerfa og þess háttar í kvöld þegar hætta á truflunum á að vera yfirstaðin.
 
 
Við biðjum notendur í Eyjafjarðarsveit velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og vonum að okkur takist að ljúka þessu í dag eins og að er stefnt.

Norðurorka

01.12.2010

Til barna, foreldra og forráðamanna!

Frá og með 1. janúar 2011 breytist reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Börnum yngri en 10 ára verður þá óheimill aðgangur að sund- og baðstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri.
Ekki verður leyfilegt fyrir viðkomandi að hafa fleiri en tvö börn í sinni umsjón, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann þeirra.

Virðingarfyllst,
starfsmenn íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar

01.12.2010

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar

Eftir hádegi miðvikudaginn 1. desember verður lár þrýstingur á heita vatninu frá Norðurorku.
Þess vegna gætu orðið einhverjar truflanir á opnun sundlaugar þennan dag.
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

30.11.2010

Truflanir á þjónustu í Eyjafjarðarsveit - bilun á borholudælu

Undanfarna viku hafa orðið nokkrar rekstrartruflanir á hitaveitunni í Eyjafjarðarsveit.  Fer þar saman að borholudæla að Botni gaf sig, með þeim afleiðingum að hífa þurfti hana upp úr holunni og gera við og á sama tíma var unnið að tengingum á nýrri stofnlögn suður Eyjafjörð við vinnslusvæðið á Botni. 
 
Þetta hefur leitt til rekstrartruflanna á svæðinu með tilheyrandi óþæginda fyrir notendur, jafnframt því að ekki hefur verið hægt að hafa sundlaugina á Hrafnagili opna.
 
Vonir standa til þess að hægt verði að ljúka nauðsynlegum viðgerðum á morgun föstudaginn 26. nóvember þannig að rekstrartruflanir hætti og hægt verði að hleypa vatni á sundlaugina.
 
Við biðjum notendur í Eyjafjarðarsveit velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið og vonum að okkur takist að ljúka þessu fyrir helgi eins og að er stefnt.
 
Starfsfólk Norðurorku hf.

25.11.2010

Sundlaugin lokuð 22.-26. nóvember 2010

Sundlaugin verður lokuð vikuna 22. – 26. nóvember vegna bilunar hjá Norðurorku.
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

24.11.2010